gull
gull
© AFP (AFP)
Gullverð hefur náð nýjum hæðum og er í fyrsta skipti komið yfir 1.700 dollara á únsuna. Hækkunina má m.a. rekja til ótta fjárfesta við annan efnahagskell í Bandaríkjunum en Standard & Poor's lækkaði lánshæfi Bandaríkjanna í fyrsta skipti í sögunni fyrir helgi. Lánshæfið fór úr AAA í AA+. Fjárfestar eru að færa fjárfestingar úr öðrum mörkuðum og yfir í gull þar sem gull heldur verðgildi sínu vel þótt harðni í ári.

Á sama tíma og gullverð slær met þá hefur olíuverð lækkað. Brent Norðursjávarolía stendur nú í 106,65 dollurum á tunnuna og hefur lækkað um 2,49%. Tunnan af WTI-olíu, sem er olía frá svæðunum í kringum Mexíkóflóa, kostar nú 83,95 dollara og hefur lækkað um 3,37%.