Verð á gulli fór í methæðir á mörkuðum í dag. Hækkunin er rakin til veikingar dollars og leit fjárfesta að öruggu skjóli. Verð stóð í um 1.459 dollurum á únsu í dag. Þá hefur silfur einnig hækkað í verði og hefur ekki verið hærra í 31 mánuð.

Gullverð hefur farið hratt hækkandi síðustu mánuði, og hefur raunar hækkað gríðarlega allt frá upphafi fjármálakrísunnar. Síðan um miðjan mars sl. hefur verðið hækkað um 5%.