*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 12. maí 2017 16:00

Gúmmísteypan sameinast Reimaþjónustunni

Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur keypt Reimaþjónustuna og hafa fyrirtækin verið sameinuð undir einu þaki.

Ritstjórn
Gúmmí er notuð í margvíslegum tilgangi, meðal annars í útgerð, en hér notar Eymar Einarsson, skipstjóri á Ebba AK, gúmmísleggju í starfi sínu.
Aðsend mynd

Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf. hefur keypt fyrirtækið Reimar og bönd ehf., betur þekkt sem Reimaþjónustan.
Gengið var frá kaupunum um mánaðarmótin apríl/maí 2017. Félögin hafa verið sameinuð og er starfsemin undir einu þaki að Gylfaflöt 3 í Reykjavík. Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur verið starfrækt frá árinu 1984 en hét áður Gúmmísteypa Þ. Kristjánsson, stofnuð 1952.

Fyrirtækið sérhæfir sig í vörum úr gúmmíi og hefur þjónustað útgerðaraðila, sveitarfélög, verktaka, stóriðju, vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og þjónustu. Gúmmísteypan býr yfir mikilli reynslu af innflutningi og þjónustu vegna færibanda í iðnaði og bætir nú við sig meira úrvali slíkra banda auk reima og færibanda fyrir matvælaiðnað.

Eigandi fyrirtækisins er Þorsteinn Lárusson og Berglind Steinunnardóttir er framkvæmdastjóri.