Guðmundur Eiríksson, sendiherra afhenti í dag Kgalema Motlanthe, forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Suður-Afríku.

Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Þar kemur fram að við þetta tilefni ræddi sendiherra einslega við forseta um samskipti Íslands og Suður-Afríku, m.a. að því er varðar umhverfismál, og samvinnu ríkisstjórna landanna á alþjóðavettvangi, einkum á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna