Héraðsverk ehf. hefur gengið frá ráðningu Guðmundar Þórs Björnssonar byggingatækni¬fræðings sem framkvæmdastjóra Héraðsverks ehf.  Guðmundur tekur við af Ágústi Ólasyni sem starfaði hjá félaginu sem verkefnisstjóri og síðar framkvæmdastjóri. Guðmundur hefur þegar  hafið störf. Héraðsverk starfar nú að mestu við vegagerð og er með tvö verkefni í gangi hjá Vegagerð ríkisins, í Skriðdal og við Hófaskarð á Melrakkasléttu.

Guðmundur Þór Björnsson er byggingatæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands og starfaði síðast hjá Háfelli við gerð Héðinsfjarðarganga sem yfirstjórnandi verktaka. Guðmundur er 55 ára gamall og hefur mikla reynslu á þessu sviði segir í tilkynningu.

Héraðsverk er í eigu fjölmargra austfirskra jarðvinnuverktaka og hefur verið samstarfs-vettvangur þeirra í stærri verkum í 22 ár. Félagið hefur m.a. séð um gerð flugbrautar á Egilsstöðum, snjóflóðavarnargarð á Siglufirði, frárennslisskurð vegna Kárahnjúkavirkjunar, gangnagerð á Suð-Austurlandi, við línulögn vegna Kárahnjúkavirkjunar auk margvíslegrar umfangsmikillrar vegagerðar um allt land segir í tilkynningu.