Guðmundur Valgeir Magnússon hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri til fyrirhugaðrar kalkþörungsverksmiðju á Bíldudal. Alls sóttu 10 manns um starfið. Ráðgert er að Guðmundur Valgeir fari til Írlands í febrúar og verði þar í um vikutíma við að kynna sér starfsemi í kalkþörungavinnslu þar.

Sem kunnugt er þá eru hinir írsku aðaleigendur kalkþörungavinnslunnar á Bíldudal með samskomar rekstur á Írlandi. Í viðtali við Guðmund kemur fram að hann komi til Bíldudals í apríl til að fylgjast með uppbyggingu verksmiðjunnar. Guðmundur hefur verið búsettur á Grundarfirði en þar hefur hann verið vélstjóri á togaranum Klakki.