*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 14. júlí 2004 21:45

Guðmundur tekur við Hátækni

Ritstjórn

Guðmundur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hátækni ehf.
Guðmundur er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands árið 1997. Guðmundur starfaði áður hjá Símanum sem forstöðumaður á markaðssviði frá 1999-2004. Starfssvið Guðmundar var m.a. ábyrgð á rekstri og þróun verslana, þjónustuvers, 118, símaskrár, ritsíma og þjónustuvers vegna Eve-online.

Eiginkona Guðmundar er Helga Sigríður Eiríksdóttir og eiga þau tvo syni.

Frá og með 1. júlí sameinast félögin Hátækni ehf. og Íslensk fjarskipti ehf. undir nafni Hátækni ehf. Bæði félög eru í eigu eignarhaldsfélagsins Eyki hf.

Hátækni, sem stofnað var árið 1985, hefur rekið verslun með fjarskiptabúnað, þjónustuverkstæði fyrir Nokia farsíma og einnig selt hita- og loftræstilausnir. Íslensk fjarskipti var stofnað árið 1994 og hefur starfað við sölu og dreifingu á Nokia farsímavörum og öðrum fjarskiptabúnaði í heildsölu. Hjá Hátækni starfa nú 26 starfsmenn.

Íslenskur fjarskiptamarkaður hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur tækniþróun verið mjög hröð. Búast má við að þessi þróun haldi áfram á næstu árum. Kröfur eru sífellt að aukast um að ólíkur búnaður geti tengst saman og einfaldleiki aukist við notkun hans. Tilgangur þessarar sameiningar er að stilla upp öflugra sameinuðu fyrirtæki sem er betur í stakk búið að takast á við þá þróun sem framundan er.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is