„Rætt var um boðvald yfir skilanefndum og þátt áhrifafólks úr pólitík og úr fjármálalífi á þróun mála fyrir og eftir hrun,“ segir í tilkynningu Framsóknarfélags Reykjavíkur sem hélt fund með Gunnari Andersen í gærmorgun.

Gunnar Andersen er sem kunnugt er fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins en dómsmál stendur nú yfir gegn honum vegna meintra brota á bankaleynd.

„Ég eignaðist marga óvini á starfsferli mínum hjá FME,“ sagði Gunnar á fundinum aðspurður um brottrekstur sinn.

Í tilkynningu segir að Gunnar hafi rætt skilmerkilega um orsakir hruns, úrvinnslu eftir hrun og framtíðarsýn. Þá hafi komið fram í máli hans að hann teldi fjármálastarfsemi á Íslandi eiga að byggja á kanadíska kerfinu og aðskilja eigi viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi.

Hér má sjá myndir frá fundinum:

Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur með Gunnari Andersen.
Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur með Gunnari Andersen.

Gunnar Andersen á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Gunnar Andersen á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur.

Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur með Gunnari Andersen.
Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur með Gunnari Andersen.