Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, neitaði sök í ákæru fyrir brot á þagnarskyldu og bankaleynd auk brots í opinberu starfi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar mál hans var þingfest þar í morgun.

Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is , fjallar um þingfestinguna.

Gunnar er sagður hafa fengið starfsmann Landsbankans til að ná í gögn um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrr á árinu. Gögnin birtust í DV.

Gunnar tók við sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins af Jónasi Fr. Jónssyni fyrir rúmum þremur árum. Honum var hins vegar sagt upp eftir að Ástráður Haraldsson lögfræðingur og Ásbjörn Björnsson drógu hæfi hans í efa í skýrslu sem þeir unnu. Á meðal þess sem Gunnari var gefið að sök var að greina ekki frá aflandsfélögum sem hann stýrði fyrir Landsbankann þegar hann var ráðinn í forstjórastólinn. Stjórn Fjármálaeftirlitsins kærði svo Gunnar til lögreglu vegna áðurnefndra brota í mars.