Ármann Kr. Ólafsson sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur ekki enn heyrt í keppinauti sínum, Gunnari Birgissyni. Þetta kom fram í viðtali við Ármann í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Báðir sóttust eftir því að leiða lista sjálfstæðismannaí Kópavogi í sveitastjórnarkosningunum í vor. Ármann vann en Gunnar féll í þriðja sætið.

Gunnar Birgisson hefur lengi verið forystumaður Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Í frétt á Vísi.is í morgun segir að ekki hafi tekist að ná í Gunnar til að fá viðbrögð hans við úrslitunum í morgun. Í gærkvöldi talaði Mbl.is bæði við Ármann og Hildi Dungal, sem lenti í öðru sæti. Ekki kemur fram hvort reynt var að ná í Gunnar.

Fréttastofa Útvarps náði ekki í Gunnar fyrir hádegisfréttir kl. 12.20. Þá var ekki viðtal við Gunnar í hádegsfréttum Bylgjunnar.

[ Uppfært kl. 12.40.]