Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópabogi, hóf nýverið stöf sem ráðgjafi hjá Verktakafyrirtækinu Suðuverki hf. sem annast vegagerð nærri Narvik i Norður-Noregi.

Þar er verið að byggja 1100 metra langa hengibrú yfir Hálogalandsfjörð sem verður ein sú stærsta í Noregi. Að brúnni beggja megin frá eru lagðir vegir alls 5 kílómetra langir og sér Suðurverk um þann hluta verksins, að því er fram kemur i Morgunblaðinu.  „Verkefnið er áhugavert og sjálfum finnst mér alltaf skemmtilegt að vera þar sem einhver hreyfing er á hlutunum,“ segir Gunnar í samtali við blaðið.

Greint var frá því í desember, meðal annars hér á VB.is , að Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri í bæjarstjórn Kópavogs en prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram í næsta mánuði.