Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa boðað tón sóknar í alþjóðaviðskiptum á ársfundi Íslandsstofu sem haldinn var á Grand Hótel í morgun. Þar var viðskiptasamstarf Íslands við Kína til umræðu en Gunnar segir mikilvægt að efla enn frekar samstarf við Kína í krafti fríverslunarsamnings þjóðanna á milli. Þar er „einhver mest spennandi og vaxandi markaður í heimi,“ að sögn Gunnars.

Spurður að því hvort það sé æskilegt að efla enn frekar samstarf Íslands við þjóð sem er ekki lýðræðisríki og hefur þar að auki verið sakað um mannréttindabrot segir Gunnar að mikilvægt sé að loka ekki á samskipti við Kína. Mikilvægara sé að vinna með kínverjum í að bæta mannréttindi og lýðræði frekar en að loka á þá alfarið.

VB Sjónvarp ræddi við Gunnar.