Á auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi að Reykjum í Hrútafirði í dag var samþykkt tillaga kjörnefndar að framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar næsta vor.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, mun áfram leiða listann en þá verður Ásmundur Einar Daðason í öðru sæti.

Framsóknarflokkurinn er nú með tvo þingmenn í kjördæminu. Málið er þó dálítið snúið þar sem Guðmundur Steingrímsson, sem var kjörinn fyrir Framsóknarflokkinn vorið 2009, hefur nú gengið úr flokknum en á móti kemur að Ásmundur Einar var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna en er nú genginn til liðs við Framsóknarflokkinn.

Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent mælist Framsóknarflokkurinn með um 24% fylgi í kjördæminu, sem myndi gera kjördæmið að hans sterkasta vígi, og þrjá þingmenn.

Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2013 verður þannig skipaður:

  1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki
  2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
  3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
  4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
  5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
  6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga
  7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
  8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
  9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
  10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
  11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
  12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
  13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
  14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
  15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
  16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. varaþingmaður, Ísafirði