Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að Ísland og Súrínam hygðust standa fyrir ráðstefnu þar sem karlkyns þjóðarleiðtogar kæmu saman til að ræða ofbeldi gegn konum.

Nú styttist í þessa ráðstefnu sem nefnd hefur verið „Barbershop conference" eða rakarastofuráðstefnan. Hún verður haldin í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í næstu viku, eða dagana 14. og 15. janúar. Á morgun mun ráðherra halda sérstaka kynningu um ráðstefnuna en áhugasamir geta kynnt sér hana á vefsíðunni barbershopconference.org.