*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 21. október 2014 18:24

Gunnar Bragi vill af eða á með sinnepsgasið

Utanríkisráðherra krefur Bandaríkjamenn um svör við því hvort sprengjur sem fundust í Írak hafi innihaldið sinnepsgas eða ekki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur sent erindi til bandarískra yfirvalda þar sem hann óskar eftir upplýsingum um það hvort sprengjur sem íslenskir sprengjusérfræðingar fundu í Írak árið 2004 hafi innihaldið sinnepsgas eða ekki. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Í Kastljósi í gærkvöldi kom fram að íslensku sprengjusérfræðingarnir, ásamt starfsbræðrum sínum frá Danmörku, hefðu talið ótvírætt af mælingum að dæma að sprengjurnar sem fundust hafi innihaldið sinnepsgas. Þessu hafi bandaríski herinn þó staðfastlega neitað. Engin skýring hafi þó fengist við því hvers vegna þeir teldu mælingar íslensku sérfræðinganna rangar. Sérstaklega hafi komið á óvart að sprengjunum hafi verið eytt, eins og um efnavopn hafi verið að ræða.