Gunnar Egill Sigurðsson tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga hjá félaginu.

Gunnar Egill hefur verið forstöðumaður verslunarsviðs fyrirtækisins síðan 2008 en tekur nú við sem framkvæmdastjóri sviðsins, í kjölfar þess að fyrirtækið hefur ákveðið að sameina allar 20 Samkaup Úrval og Samkaup Strax verslanir sínar undir nýju merki Kjörbúðarinnar.

Auk reksturs allra verslana Samkaupa, en fyrirtækið rekur einnig Nettó og Krambúðina, mun undir hann heyra markaðs- og starfsmannamál fyrirtækisins.

Gunnar Egill er í dag í MBA námi við Babson College í Boston, en hann hefur starfað fyrir fyrirtækið frá árinu 2003. Gunnar Egill er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst en hann stundaði einnig nám við Otara University of Commerce í Japan.