Gunnar Sigvaldason stundakennari við Háskólann á Bifröst hefur fengið fasta stöðu aðjúnkts við félagsvísindasvið Háskólans á Bifröst.

Gunnar er með BA- og MA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands en hefur auk þess stundað nám í Berlín. Hann hefur sinnt stundakennslu við Háskólann á Bifröst frá árinu 2010 þar sem hann hefur kennt námskeið um siðfræði, gagnrýna hugsun sem og stjórnmál og heimspeki.