Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, lagði fyrir Héraðsdóm bókun í síðustu viku. Þar segir að kaup Landsbankans á tryggingaumboði af eignarhaldsfélagi þigmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar árið 2003 hafi ekki verið gjaldfærð sem slík í bókhaldi bankans heldur færð sem fyrning á hugbúnaðarreikning.

Málið sýst um umboð sem Bogmaðurinn ehf., í eigu Guðlaugs, eignaðist við sölu líf- og sjúkdómatryggingafélagsins Swiss Life í Bretlandi. Landsbankinn keypti það af honum árið 2003 og greiddi fyrir 32,7 milljónir. Sem kunnugt er er Gunnari gefið að sök að hafa brotið þagnarskyldu í ágúst síðastliðnum. Starfsmaður Landsbankans er einnig ákærður fyrir að hafa aflað gagna frá Landsbankanum fyrir Gunnar.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Guðlaugi Þór að vangaveltur Gunnars séu vart svaraverðar. „Hann var forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ef hann taldi eitthvað refsivert hafa átt sér stað, af hverju fyrirskipaði hann þá ekki bara rannsókn á því?,“ segir Guðlaugur.