*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Fólk 5. september 2018 08:35

Gunnar framkvæmdastjóri Expectus

Gunnar Steinn Magnússon hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Expectus. Sindri Sigurjónsson tekur við sem stjórnarformaður.

Ritstjórn
Gunnar Steinn er með M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og Sindri með M.Sc. í aðgerðarrannsóknum.
Aðsend mynd

Þann 1. september tók Gunnar Steinn Magnússon við sem framkvæmdastjóri ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Gunnar hefur starfað hjá Expectus í 9 ár við hugbúnaðargerð og ráðgjöf og undanfarið stýrt Expectus Software, dótturfélagi Expectus sem sér um hugbúnaðarþróun félagsins.

Sindri Sigurjónsson tekur við sem stjórnarformaður Expectus. Sindri hefur starfað hjá Expectus sem ráðgjafi frá 2011, verið einn af lykilstjórnendum félagsins og leitt ráðgjafahóp í stefnumótun, árangursstjórnun, ferlaumbótum og innleiðingu stefnu.

Þá hafa þau Heiða Rún Bjarnadóttir og Jón Axel Ólafsson verið ráðin sem ráðgjafar, Heiða í gagnavísindum og vöruhúsum gagna, og Jón í áætlanagerð og viðskiptagreind.

„Þetta nýja hlutverk hjá Expectus er mjög spennandi en þar starfar öflugur hópur af sérfræðingum sem hefur gert okkur leiðandi á Íslandi á sviði viðskiptagreindar, áætlanargerðar og stefnumótunar. Sú stafræna bylting sem er að eiga sér stað í rekstrarumhverfi fyrirtækja er að gefa þeim tækifæri til að nýta hugbúnaðarlausnir, gögn og greiningar til að bæta sinn rekstur, hraðar og skilvirkar en áður. Með breytingum á stjórnun félagsins erum við að skerpa enn frekar áherslu okkar til að leiða þessa þróun hér á landi.“ – segir Gunnar Steinn.

Stikkorð: Expectus