*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Innlent 1. júní 2015 12:25

Gunnar hættir sem forstjóri Opinna kerfa

Þorsteinn Gunnarsson hóf störf í dag sem forstjóri Opinna kerfa.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gunnar Guðjónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Opinna kerfa. Þetta staðfestir Frosti Bergsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við Viðskiptablaðið.

Frosti segir starfslokin gerð í mikilli sátt milli Gunnars og stjórnarinnar. Aðspurður hvort starfslokin séu að frumkvæði Gunnars segir Frosti að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Síðasti starfsdagur Gunnars fyrir Opin kerfi var síðasta föstudag, en Þorsteinn Gunnarsson tekur við af honum og hóf störf í dag.

Þorsteinn er stjórnarformaður Cooori ehf. en áður var hann meðal annars stjórnarformaður Advania.