Gunnar Henrik B. Gunnarsson er meðal hluthafa Strengs fjárfestingafélag með 4% hlut í gegnum félagið Strada ehf. samkvæmt nýbirtum ársreikningi Strengs.

Strengur var stofnað um yfirtökutilboð í Skel fjárfestingafélagi, áður Skeljungi, undir lok árs 2020. Strengur fer með 50,06% í Skel og stærsti hluthafi fasteignafélagsins Kaldalóns. Óbeinn hlutur Gunnars í Skel er því um 2% í gegnum Streng. Gunnar hefur setið í stjórn Kaldalóns frá árinu 2019.

Sjá einnig: Endurfjármagna skuldir Strengs

Aðrir eigendur Strengs eru M25 Holding og RES 9, sem eiga hvort um sig 38% hlut. M25 er að 69% í eigu 365, félags Ingibjargar Pálmadóttir, en auk þess eiga aðilar tengdir útgerðunum Hugin og Eskju hluti í félaginu. RES 9 er í eigu Sigurðar Bollasonar og breskra fjárfesta og þá á félag Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/MAX á Íslandi, 20% hlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .