Gunnar Karl Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mílu. Hann tekur við af Páli Á. Jónssyni. Gunnar Karl var forstjóri MP banka á árunum 2009 til 2011 en var þar áður m.a. forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður TM.

Hluthafafundur var haldinn hjá Mílu í gær og tók þá ný stjórn við félaginu. Óskar Jósefsson er formaður stjórnar. Í henni sitja jafnframt Helgi Magnússon, Sigríður Dís Guðjónsdóttir, Sigríður Hrólfsdóttir og Orri Hauksson, sem seint á síðasta ári tók við sem forstjóri Skipta. Á sama tíma gengu úr stjórninni þau Gunnar Karl og Guðrún Blöndal.