*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 13. júlí 2015 17:41

Gunnar Nelson þénaði að minnsta kosti átta milljónir

Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk greidda 58.000 bandaríkjadali fyrir bardaga gegn Brandon Thatch.

Ritstjórn
Gunnar Nelson sigraði Brandon Thatch aðfaranótt sunnudags.
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Nelson fékk að minnsta kosti jafnvirði átta milljóna króna greiddar fyrir bardaga gegn Brandon Thatch aðfaranótt síðasta sunnudags. Þetta kemur fram á MMAMania.com.

Fyrir að taka þátt í bardaganum fékk hann greidda 29.000 bandaríkjadali, en fyrir að bera sigur úr býtum fékk hann greidda sömu fjárhæð dali, samtals 58.000 bandaríkjadali. Ekki er tekið tillit til greiðslna frá styrktaraðilum eða auglýsendum, né heldur til bónusa. Gunnar sigraði bardagann í fyrstu lotu með hengingartaki.

Samkvæmt MMAMania.com fengu þeir Conor McGregor og Chad Mendes greidda hálfa milljón dollara hvor í sinn hlut, eða jafnvirði um 67 milljón krónur hver. Þeir léku aðalbardaga kvöldsins.

Stikkorð: Gunnar Nelson