Forsíða nýjasta tölublaðs Nordic Business Report.
Forsíða nýjasta tölublaðs Nordic Business Report.

Frumkvöðlarnir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, stofnandi Clara, og Davíð Örn Símonarson, hjá Zalibuna og Blendin, eru á meðal þeirra 30 frumkvöðla sem komast á blað í yfirliti Nordic Business Report yfir rísandi stjörnur í frumkvöðlageiranum og eru undir þrítugsaldri.

Gunnar Hólmsteinn og félagar hans hjá Clara seldi eins og kunnugt er félagið til bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Jive Software í maí í fyrra fyrir um 9 milljónir dala, í kringum milljarð króna. Hann vinnur nú hjá Plain Vanilla.

Gunnar Hólmsteinn er í 12. sæti á lista yfir frumkvöðla undir þrítugsaldri en Davíð Örn, sem er 24 ára, er í 28. sæti listans. Tekið er sérstaklega fram að Davíð er með þeirra yngstu sem komst á blað. Efstur á lista Nordic Business Report er Rússinn Pavel Durov, stofnandi samfélagsvefjarins VKontakte. landi hans, Vsevolodo Strakh, stofnandi Sotmarket, er í öðru sæti. Sá yngsti á listanum er Norðmaðurinn Max Gouchan, sem er tvítugur.

Umfjöllun blaðsins nær til frumkvöðla á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi.

Blaðið má nálgast hér .

VB Sjónvarp fjallaði um Zalibunu í ágúst í fyrra.