Kristinn Örn Jóhannesson var í dag kjörinn nýr formaður VR en rafrænni kosningu til trúnaðarstarfa fyrir félagið lauk í dag.

Kjörsókn var dræm eða aðeins um 26,8%. Þannig greiddu rétt rúmlega 6.700 manns atkvæði af þeim 25.137 sem voru á kjörskrá.

Atkvæðin milli formannsframbjóðenda skiptust þannig að Kristinn Örn fékk 2.651 atkvæði eða41,9%, Lúðvík Lúðvíksson fékk 1.904 atkvæði eða 30,1% og loks fékk Gunnar Páll Pálsson, núverandi formaður VR 1.774 atkvæði eða 28%.

Sjá nánar á vef VR.