Gunnar Tryggvason, rafmagnsverkfræðingur hefur verið ráðinn sem aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna.  Hann hefur störf 1. september en alls bárust 16 umsóknir um starfið.

Gunnar er með B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá HÍ og Dipl.Ing gráðu í raforkuverkfræði frá Karlsruhe háskólanum í Þýskalandi. Gunnar sem fæddur er árið 1969, er sagður hafa þekkingu og reynslu á rekstri, stjórnun, fjármálum og verkfræði á vef Faxaflóahafna .

Síðustu ár hefur Gunnar starfað sem fjármálastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Allrahanda Gray Line ehf, en um tíma var hann aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra og þingmanns Samfylkingar í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Áður starfaði hann hjá KPMG þar sem hann sérhæfði sig m.a. á sviði orku- og iðnaðarmála.