Gunnar Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Fjármálasviðs Nýherja. Hann mun hefja störf í vikunni. Kristinn Geirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Nýherja, gegndi m.a. þeim störfum sem heyra undir svið Gunnars.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjármálastjóri  Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf.

Gunnar er 38 ára, kvæntur Elvu Gísladóttur næringarfræðingi og eiga þau þrjú börn.