Á starfsmannafundi hjá Fréttatímanum í gær kom fram að nýir eigendur séu á leið inn í eigendahóp blaðsins, en tilkynnt verður um breytt eignarhald á næstu dögum.

Undanfarið hefur rekstur blaðsins verið erfiður og fengu sumir starfsmenn blaðsins ekki greidd laun á réttum tíma um síðustu mánaðarmót að því er segir í Fréttablaðinu í dag.

Með tilkomu nýrra eigenda mun Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélags blaðsins, hætta afskiptum af blaðinu.