Hæstiréttur snéri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sagt að Gunnar Smári Egilsson bæri ábyrgð á fjártjóni tveggja framkvæmdastjóra sem höfðu komið að útgáfu fríblaðs í Danmörku.

Svenn Aage Hyllerød Dam og Morten Nissen Nielsen töldu að Gunnar bæri ábyrgð á fjártjóni þeirra vegna hluthafasamkomulags sem hann undirritaði án þess að hafa umboð til þess. Héraðsdómur hafði dæmt Gunnar til að greiða skaðabætur sem námu 1.300.000 krónum.

Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri neitt orsakasamband milli ætlaðrar saknæmrar háttsemi Gunnars og þess tjón sem Sven og Morten höfðu orðið fyrir. Samkvæmt Hæstarétti var tjón þeirra ekki rekið til umboðsleysi Gunnars við undirritun hluthafasamkomulagsins, heldur gjaldþrots félagsins sem hluthafasamkomulagið náði til.

Gunnar var því sýknaður í Hæstarétti og var Sven og Morten gert að greiða honum 1.500.000 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.