Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins fyrra  með tæplega 2,6 milljónir króna á mánuði.  Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, var með rúmlega 2,5 milljónir og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, var með 2,45 milljónir. Þetta kemur  fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem kom í verslanir í gær.

Sturla gaf ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum fyrir viku og er því hættur sem bæjarstjóri. Af þeim tíu tekjuhæstu eru þrír úr Kópavogi.

Hér má sjá lista yfir tíu tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina:

  1. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar    2.588
  2. Sturla Böðvarsson, fv . bæjarstjóri Stykkishólms    2.521
  3. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs    2.453
  4. Róbert Ragnarsson, fv . bæjarstjóri Grindavíkur    2.269
  5. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi    2.153
  6. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar    2.109
  7. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness    2.026
  8. Dagur B . Eggertsson, borgarstjóri     2.009
  9. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ    1.989
  10. Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi    1.984

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.