Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) telur Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hafa komið gögnum um sig til Kastljóss og að þau gögn hafi verið undirstaðan í umfjöllun þáttarins um hann í nóvember síðastliðnum.

Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag en sem kunnugt er kærði stjórn FME Gunnar til lögreglu fyrir helgi fyrir að hafa aflað sér upplýsinga um innan bankakerfisins um Guðlaug Þór.

„Það er fullyrt í mín eyru, af mönnum sem ég treysti og trúi, að Guðlaugur Þór hafi komið gögnunum til Kastljóss sem umfjöllun þáttarins um mig byggði á," segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.n Hann vill þó ekki svara því hvort hann hafi komið gögnum um Guðlaug Þór til DV, sem í síðustu viku birti gögn um persónuleg fjármál Guðlaugs Þórs.

Í samtali við Fréttablaðið neitar Guðlaugur Þór því að hafa komið fyrrnefndum upplýsingum um Gunnar í Kastljósið.

Sjá frétt Fréttablaðsins HÉR .