Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir hefur verið ráðin á svið iðnaðar og þjónustu / ráðgjafar & fræðslu hjá Íslandsstofu. Hún mun starfa sem almannatengill vegna markaðssetningar á íslenskum vörum, þjónustu og hugviti, auk þess að sinna útgáfu- og kynningarmálum sviðsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu.

„Gunnhildur kemur til Íslandsstofu frá Fjarskiptum hf. (Vodafone) þar sem hún hefur undanfarin ár starfað sem fjárfesta- og almannatengill. Áður starfaði hún m.a. hjá Morgunblaðinu, á samskiptasviði Bakkavör Group, viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins o.fl. Gunnhildur er með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í almannatengslum frá University of Westminster í London,“ segir í tilkynningunni. Gunnhildur hefur þegar hafið störf.