Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Kögun undanfarin misseri og um þessar mundir vinnur félagið að yfirtöku og sameiningu við Opin Kerfi Group. Úr verður stærsta upplýsingatæknfyrirtæki landsins og aðalgestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) er Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri Kögunar.

Burðarás hefur verið að auka hlut sinn í sænska fjárfestingabankanum Carnegie & Co og er nú með tæp 18%. Um leið aukast vangaveltur um það hvað Burðarás og tengd félög ætla sér með þessum kaupum. Við heyrum í Atla B. Guðmundssyni sérfræðingi hjá greiningardeild Íslandsbanka í Viðskiptaþættinum.

Í lokin verður síðan rætt við Jón Trausta Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóra Heklu, en félagið var söluhæsta bílaumboðið í nóvembermánuði.

Viðskiptaþátturinn er fluttur milli 16 og 17 í beinni útsendingu og er endurfluttur kl. 01 í kvöld.