Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Rætt verður við hann um þriggja mánaða uppgjör félagsins og framtíðaráform. Að því loknu kemur Viðhjálmur Guðmundsson, forstöðumaður Útflutningsráðs Íslands, í þáttinn en ráðið er að skipuleggja för íslenskrar viðskiptasendinefndar til Japans í september næstkomandi.

Í lok þáttarins verður rætt við Önnu M. Ágústsdóttur, sérfræðing hjá greiningardeild Landsbankans, um þriggja mánaða uppgjör FL Group.