Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir telja að niðurstaða héraðsdóms í meiðyrðamáli sem þau höfðuðu gegn Teiti Atlasyni sé í veigamiklum atriðum röng og að fullt tilefni sé til að úhga áfrýjun.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfum hjónanna um ómerkingu ummæla en málið var höfðað vegna umfjöllunar um Gunnlaug og Kögunarmálið svokallaða sem Teitur birti á bloggi sínu í fyrra. Teitur var sýknaður af kröfum stefnanda og var Gunnlaugi gert að geriða 1,5 milljónir í málskostnað.

„Dómurinn kemur sér undan því að taka á þeirri grunnspurningu málsins hvort tilefnislaust netníð eins og það sem stefnendur hafa mátt þola af hálfu stefnda fái staðist lög. Frávísun aðalsakar stríðir gegn fyrri dómafordæmum Hæstaréttar í sambærilegum málum. Að auki fæst ekki staðist að sýkna í framhaldssök vegna atvika sem sannanlega áttu sér stað eftir að stefndi hafði sett umstefnd meiðandi ummæli á netið,“ segir Erla Skúladóttir hdl., lögmaður stefnanda, í tilkynningu til fjölmiðla.