Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður, Kolvetna, hefur unnið að því í sex ár að undirbúa olíuleit á Drekasvæðinu.

Nánar er rætt við Gunnlaug í viðtali í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Þar fer Gunnlaugur yfir rannsóknar- og vinnsluferlið, norsku fyrirmyndina að olíuvinnslu og það hvaða væntingar Íslendingar geta gert til mögulegrar olíuvinnslu á svæðinu.

Þá tjáir Gunnlaugur sig jafnframt um Sjálfstæðisflokkinn sem hann sagði sig úr fyrir rúmum tíu árum og það hvernig flokkurinn viðhélt að hans mati pilsfaldakapítalisma undir merkjum hægri stefnunnar.

Á meðal annars efnis í blaðinu er :

  • Laundromat-bræður skipta veldinu upp
  • Sturla Böðvarsson ritstýrir bók um íslenskt atvinnulíf
  • Telja fjárfesta vanmeta flugvélakaup Icelandair
  • Lífeyrissjóðir fengu afslátt gegn því að láta af hendi erlendar eignir
  • Óvíst hvenær hótel rís við Hörpuna
  • Framtakssjóðurinn hefur selt eignir fyrir 40 milljarða
  • Kjarabaráttunni frestað fram yfir kosningar
  • Olíusamráðsmálið á leið í Hæstarétt
  • Kröfuhafar Gogoyoko breyttu skuldum í hlutafé
  • Búist við skráningu Reita á markað á árinu
  • Straumur sinnir erlendum krónueigendum
  • Íslensk fjölskylda lætur að sér kveða í Hong Kong
  • Gunnlaugur Jónsson ræðir um olíuleitina við Ísland í ítarlegu viðtali
  • Minningarorð um hagfræðinginn James M. Buchanan
  • Matthías Þór Hákonarson ræðir um ísdorgveiði
  • Hundruð Íslendinga fara árlega í skemmtisiglingar
  • Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, í ítarlegu viðtali
  • Óðinn skrifar um sölu á hlut ríkisins í Landsvirkjun
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um ósamstöðu innan Samtöðu
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira