*

mánudagur, 15. júlí 2019
Fólk 24. júní 2019 11:02

Gunnlaugur nýr upplýsingatæknistjóri

Gunnlaugur Th. Einarsson hefur verið ráðinn upplýsingatæknistjóri Origo.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gunnlaugur Th. Einarsson hefur verið ráðinn upplýsingatæknistjóri Origo. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Upplýsingatæknistjóri hefur snertifleti við alla starfssemi Origo, þvert á svið og stjórnskipulag. Hann starfar náið með fjölda upplýsingatæknisérfræðinga við að endurmeta viðskiptaferla, innleiða stefnu og markmið fyrirtækisins í tæknimálum og kortleggja framtíðarsýn þess.

Gunnlaugur, sem er með BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, hóf störf hjá forvera Origo árið 2001. Nú síðast hefur hann starfað sem tæknistjóri hjá viðskiptalausnum Origo. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is