Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Icelandair, staðfesti í samtali við Viðskipablaðið að félagið hafi skoðað aðkomu að því að bjóða í tékkneska flugfélagið CSA Czech Airlines. Gunnlaugur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en sagði að það væru ákveðin flækjustig í málinu þannig að allt of snemmt sé að spá í hvað verður með þetta mál.

Í gær var greint frá því hér á vefnum að Icelandair Group  hefði hug á að bjóða í tékkneska flugfélagið CSA Czech Airlines, sem stefnt er að einkavæða á næsta ári.

Icelandair Group keypti á síðasta ári tékkneska félagið Travel Service.

Tékkneska ríkið á 91,5% hlut í CSA Czeck Airlines og hyggst einkavæða flugfélagið árið 2009.

Sérfræðingar reikna með því að ríkið fái í sinn hlut um 5 milljarða koruna sem gerir um 272 milljón dollara við söluna.