Gunnur Helgadóttir tók um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Vistor af Guðbjörgu Alfreðsdóttur, sem lét af störfum eftir hartnær 35 ár hjá fyrirtækinu.

Gunnur Helgadóttir
Gunnur Helgadóttir

Fram kemur í tilkynningu að Gunnur er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og með BSc próf í hjúkrun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Vistor frá árinu 2003, fyrst sem sölufulltrúi og síðan í 5 ár sem markaðsstjóri. Einnig hefur hún víðtæka starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur, mestmegnis í Svíþjóð. Gunnur er gift Baldvini Kristjánssyni og eiga þau 3 börn á aldrinum 21-27 ára.

Vistor starfar á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Velta fyrirtækisins nam 8 milljörðum króna í fyrra. Starfsmenn eru 60 talsins. Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Vistor er dótturfélag Veritas Capital hf. og systurfélag fyrirtækjanna Distica hf., Artasan ehf. og Medor ehf.