Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls. Magnús Þór Ásmundsson er nýr framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri öryggis- og heilsu og Jóhann F. Helgason framkvæmdastjóri áreiðanleika.  Af tólf framkvæmdastjórum fyrirtækisins eru nú fjórar konur, en voru áður þrjár.

Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri öryggis- og heilsu hjá Alcoa Fjarðaáli. Guðný hóf störf hjá fyrirtækinu í janúar 2005 og starfaði í mannauðsteymi. Hún er stjórnmálafræðingur með diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Guðný er fædd og uppalin á Reyðarfirði og starfaði áður hjá Hönnun hf.