Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag, föstudaginn 29. október, var Guðríður Arnardóttir formaður bæjarráðs Kópavogs samhljóða kjörinn varaformaður stjórnar.

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að Guðríður er 40 ára, gift Hafliða Þórðarsyni, lögreglufulltrúa og á þrjú börn og eitt barnabarn.  Hún er jarðfræðingur og framhaldsskólakennari en hefur auk þess stundað framhaldsnám í viðskipta- og hagfræði.  Guðríður var kjörinn bæjarfulltrúi í Kópavogi árið 2006 en í upphafi nýs kjörtímabils tók hún við sem formaður bæjarráðs.