Smágúrku turninn í London hefur verið settur á sölu og er talið að 640 milljónir punda, eða um 125 milljarðar íslenskra króna, fáist fyrir hann.Savills og Deloitte fasteignasalan munu sjá um sölu turnsins, en talið er líklegt að erlendur aðili vilji kaupa hann.

Smágúrku turninn er ein frægasta bygging London og er einn þekktasti skrifstofuturninn í sjóndeildarhring borgarinnar, segir Jamie Olley yfirmaður borgarfjárfestinga hjá Deloitte fasteignasölunni í viðtali við The Independen t. Fyrir fjárfesta er þetta frábært skrifstofuhúsnæði með mjög stöðugum tekjum, bætti hann við.

Turninn, formlega þekktur sem 30 St Mary's Axe, var einn sá dýrasti sem selst hefur þegar þýskir fjárfestar keyptu hann fyrir 630 milljónir punda, eða um 120 milljarðar íslenskra króna, á hápunkti góðærisins árið 2007.

Ákveðið var að byggja turninn til að koma í stað Baltneska turnsins sem var skemmdur vegna IRA sprengingu árið 1992. Arkitektastofann Foster and Partners sá um hönnun byggingarinnar. Bygging hófst árið 2001 og opnaði turninn þremur árum seinna, 76.500 fermetrar að stærð.