Guðrún Jóna Jónsdóttir var í gær kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna (UJ) en landsþing UJ fór fram á Akureyri um helgina.

Hún situr einnig í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, jafnréttisráði Kópavogs og í stýrihóp um orkustefnu Íslands fyrir Iðnaðarráðuneytið að því er fram kemur í tilkynningu frá UJ.

Guðrún Jóna er tölvunarfræðingur og starfar hjá MarOrku.

Í önnur embætti framkvæmdastjórnar voru kjörin:

Varaformaður: Ásþór Sævar Ásþórsson

Gjaldkeri: Lárus Rögnvaldur Haraldsson

Málefnastjóri: Natan Kolbeinsson

Fræðslustjóri: Rósanna Andrésdóttir

Útgáfustjóri: Fríða Stefánsdóttir

Alþjóðafulltrúi: Sigrún Skaftadóttir

Miðstjórn hreyfingarinnar er svo skipuð:

Arnór Bjarki Svarfdal

Ásdís Sigtryggsdóttir

Eva H. Baldursdóttir

Eva Indriðadóttir

Geir Guðbrandsson

Höskuldur Sæmundsson

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Steinunn Ýr Birgisdóttir