Ný stjórn Félags framsóknarkvenna í Reykjavík var kosin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Guðrún Valdimarsdóttir var kosin formaður, en Vigdís Hauksdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til formennsku. Meðstjórnendur voru kjörnar þær Vigdís Hauksdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Valgerður Sveinsdóttir og Ágústa Á Þórðardóttir. Til vara eru þær Ásta Lilja Steinsdóttir og Þuríður Bernódusdóttir.

Skoðunarmenn reikninga voru kosnar þær Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Sturludóttir.

Í tilkynningu kemur fram að tilgangur félagsins er að  efla þátttöku kvenna í störfum flokksins og vinna að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum.