Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra til starfa. Guðrún Valdimarsdóttir tekur við starfinu af Bergþóru Valsdóttur sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 1998.

Guðrún Valdimarsdóttir er með hagfræðipróf frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna, hagfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fararstjóri, blaðamaður og ritstjóri svo eitthvað sé nefnt. Guðrún er gift og á tvo drengi; 10 ára og 19 mánaða. Guðrún mun starfa á skrifstofu Samfoks að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.

Samfok annast upplýsingar og ráðgjöf um skóla- og uppeldismál til foreldra, foreldrafélaga, skólaráða og annarra. Helstu markmið samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Samfok er sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum segir í tilkynningu.