Gústaf Gústafsson hefur hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Gústaf starfaði áður m.a. sem markaðs-, sölu- og vöruþróunarstjóri hjá Norðursiglingu á Húsavík, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða og markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Gústaf leggur stund á Mastersnám í Sustainable Tourism Management hjá Leeds Beckett University en hann hefur BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og Diploma í samhæfðum markaðssamskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

Gústaf hefur þegar hafið störf hjá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. en það er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hópferðaakstri, skoðunarferðum, sérferðum, skemmtiferðum og annarri þjónustu við ferðahópa, litla sem stóra.