Antonio Guterres, fyrrum forsætisráðherra Portúgal, er talinn gífurlega líklegur til að verða kosinn nýr aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur breska blaðið Financial Times eftir heimildarmönnum sínum.

Eftir að Guterres hætti sem forsætisráðherra tók hann við stöðu yfirmanns flóttamannamála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Í frétt BBC er haft eftir sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vitaly Churkin, að Guterres væri lang líklegastur til þess að hljóta kjörgengi. Kosið verður um stöðuna á morgun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Verkfræðingur og sósíalisti

Guterres er menntaður verkfræðingur. Hann tók við sem formaður portúgalska Sósíalistaflokksins árið 1992 og varð forsætisráðherra árið 1995. Hann gendi þeirri stöðu til 2005. Síðan þá hefur hann starfað sem yfirmaður flóttamannamála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna er kjörinn af hinu 15 þjóða Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar annað hvort styðja þjóðir frambjóðendur, andmæla eða hafa ekki skoðun á kjörinu. Á vef BBC er fullyrt að Guterres hafi hlotið 13 stuðningsatkvæði og einungis 2 ríki höfðu ekki skoðun á kjörinu.

Engin kona í þetta sinn

Mikil umræða var um hvort að kona yrði kjörin í fyrsta sinn í stöðuna og voru í því samhengi nefndar konur á borð við hina búlgörsku Kristalinu Georgieva sem situr í framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Helen Clark, fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Nú virðist það útilokað að þær verði fyrir valinu.

Núverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna er Ban-ki Moon lætur af störfum í janúar 2017, eftir 10 ár við stjórnvölinn.