Nú í morgun voru opnuð tilboð í verkið "Hitaveita á Eskifirði, útboð 2 - aðveituæð og 1. hluti dreifikerfis". Alls bárust 7 tilboð í verkið en hægt var að bjóða í verkið í heild sinni eða í tvennu lagi. Kostnaðaráætlun í heildarverkið nam kr. 98.792.000, í a.hluta 20.232.500 og b.hluta 78.847.300 Skrá yfir tilboðsfjárhæðir er hjálögð. Verktími á a og b hluta er mismunandi en sá sami og í heildartilboði. GVA gröfur Akureyri áttu lægsta tilboðið og voru 14% undir kostnaðaráætlun.

Heildartilboð A-hluti B-hluti

GVA gröfur Akureyri 86.594.800 kr. 18.752.000 kr. 71.236.900 kr.
Borgarverk 101.625.000 kr.
RH Gröfur/Hamar 114.225.750 kr.
Sigurjón Á Hjartarson 122.397.900 kr.
Ístak 117.748.678 kr.
Héraðsverk 107.402.092 kr. 22.699.170 kr. 87.498.652 kr.
Íslenskir aðalverktakar 105.760.698 kr. 18.720.033 kr. 90.357.641 kr.

Kostnaðaráætlun 98.792.000 kr. 20.232.500 kr. 78.847.300 kr.