*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 24. október 2014 13:17

Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson verður áfram forseti ASÍ. Hann hlaut 74,5% atkvæða en Ragnar Þór Ingólfsson 25,5%

Ritstjórn
Gylfi verður forseti ASÍ til 2016 eftir kjörið í dag.
Haraldur Guðjónsson

Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins á þingi sambandsins í hádeginu í dag. Gylfi hlaut 74,5% atkvæða eða 201 atkvæði. Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR, sem bauð sig fram á móti honum í annað sinn, hlaut 25,5% eða 69 atkvæði. 5 skiluðu auðu.

Stuðningurinn við Gylfa var meiri nú en fyrir tveimur árum þegar Ragnar bauð sig fram gegn honum. Þá hlaut Ragnar rúmlega 30% en Gylfi tæplega 70%. 

Gylfi var fyrst kjörinn forseti ASÍ árið 2008 og er því að hefja fjórða kjörtímabil sitt nú.