*

laugardagur, 24. október 2020
Innlent 31. ágúst 2016 14:45

Gylfi leiðir lista Viðreisnar

Gylfi Ólafsson leiðir lista Viðreisnar á Norðvesturkjördæmi.

Ritstjórn

Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði, leiðir lista Viðreisnar á Norðvesturkjördæmi. Uppstillingarnefnd Viðreisnar hefur ákveðið hverjir skipa þrjú efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í frétt bb.is.

Í öðru sæti listans situr Lee Ann Maginnis, sem er verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Í þriðja sæti listans verður Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi.

Listi Viðreisnar verður gerður opinber 12. september ásamt listum flokksins í öðrum kjördæmum, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar í fréttinni, Gísli er formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.

Stikkorð: Gylfi Viðreisn uppstilling